Erlent

Skátaforingi beitti kynferðislegu ofbeldi

Danskur skátaforingi hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að beita tvær telpur kynferðislegu ofbeldi þegar hann starfaði sem leiðtogi KFUM í Hinnerup norðan við Árhús í Danmörku. Frá þessu segir á fréttavef danska blaðsins Politiken.

Maðurinn, sem er 43 ára gamall, reyndist jafnframt eiga stórt safn af barnaklámmyndum, eða fleiri en 30.000 myndir og mörg hundruð stuttmyndir. Eins var hann grunaður um að hafa deilt safni sínu með öðrum, að því er kom fram í réttarsal.

Maðurinn, sem ekki má lengur vera innan um börn, áfrýjaði dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×