Erlent

Kennarar í löngu verkfalli

Verkefnalaus ungmenni
Er víða að finna nú í Palestínu.
Verkefnalaus ungmenni Er víða að finna nú í Palestínu.

Svo gæti farið að palestínsk ungmenni missi heilt ár úr skóla vegna kennara-verkfalls. Ekki eru til fjármunir í ríkiskassanum til að greiða laun og kennarar neita að vinna kauplaust.

Deilurnar eiga sér einnig pólitíska hlið en verkalýðsfélög kennara styðja baráttu Fatah-hreyfingarinnar gegn Hamas sem nú fer með völd í Palestínu.

Menntun er í hávegum höfð í Palestínu og hvergi í Araba-löndunum er læsi meira en á Vesturbakkanum og Gaza svæðinu. Þetta forskot er nú talið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×