Erlent

Fleiri viðurkenna svik undan skatti

Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg

Það eru ekki bara sænskir ráðherrar sem hafa svikið undan skatti með því að greiða barnapíum sínum undir borðið. Nú hafa nokkrir norskir ráðherrar viðurkennt að hafa gert slíkt hið sama, þeirra á meðal Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eins og segir á fréttavef norska blaðsins VG Nett.

Af 169 þingmönnum Noregs viðurkenndu 43, eða fjórði hver þingmaður, að hafa annað hvort sjálfir fengið greitt fyrir svarta vinnu eða borgað öðrum undir borðið.

Tveir sænskir ráðherrar létu af störfum nýverið vegna sams konar skattsvika, en ólíklegt þykir að norskir starfsbræður þeirra segi af sér vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×