Erlent

Samkynhneigð dýr vinsæl

Ný sýning um samkynhneigð meðal dýra, sem opnuð var í síðustu viku í Náttúruminjasafni Óslóar, hefur reynst afar vinsæl, að sögn aðstandenda sýningarinnar. Sérstaklega hefur verið mikið um að fjölskyldur komi á sýninguna, hafði breska ríkisútvarpið BBC eftir starfsfólki safnsins.

Á sýningunni kemur fram að samkynhneigð hefur fundist meðal 1500 dýrategunda. Meðal sumra þekkjast lífstíðarsambönd milli einstaklinga af sama kyni og karlkyns flæmingjapör ala oft upp unga sem kvenfuglar gefa þeim. Gagnrýnendur sögðu fyrir opnunina að starfsfólk safnsins myndi brenna í helvíti vegna sýningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×