Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar Ögmundur Jónasson skrifar 20. október 2006 05:00 Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því?
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun