Er tónlist annars flokks listgrein? 20. október 2006 05:00 Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar