Erlent

Vilja átak gegn loftmengun

Tony Blair
Tony Blair

Evrópa á miklar hamfarir á hættu af völdum gróðurhúsa­áhrifanna nema þjóðir álfunnar grípi til róttækra ráðstafana til að draga úr loftmengun af brennslu hefðbundins eldsneytis eins og olíu og kola.

Þessa brýningu sendu forsætisráðherrar Bretlands og Hollands, Tony Blair og Jan Peter Balkenende, kollegum sínum í leiðtogaráði Evrópusambandsins, en það kemur saman í Lahti í Finnlandi í dag. Orku- og umhverfismál verða ofarlega á dagskrá fundarins, en á hann mætir líka Vladimír Pútín Rússlandsforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×