Líf og fjör í London 19. október 2006 13:30 Forest Whitaker Er einn gesta á kvikmyndahátíðinni í London og myndin The Last King of Scotland er opnunarmynd hátíðarinnar en þar leikur hann sjálfan Idi Amin. Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon. Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda. Fjöldi nýrra breskra mynda er á dagskrá hátíðarinnar auk þess sem franskri kvikmyndagerð verður gerð nokkur skil en alls eru myndirnar á hátíðinni sýndar í níu efnisflokkum. Samkvæmt venju heiðrar fjöldi góðra gesta hátíðina og þar á meðal má nefna Forest Whitaker sem mun ræða feril sinn og samstarf við fjölskrúðugan hóp leikstjóra um árin. John Cameron Mitchell talar um kynlíf í kvikmyndum en hin opinskáa mynd hans Shortbus er á dagskrá hátíðarinnar og Hollendingurinn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocop) mun tjá sig um verk sín. Babel eftir Alejandro González Iñárritu er sýnd í flokki með Fast Food Nation og Shortbus en allar vöktu þessar myndir athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og þar hlaut Iñárritu leikstjóraverðlaunin fyrir Babel. Gamanmyndin Borat mun einnig setja svip sinn á hátíðina sem býður upp á nokkrar myndir sem Íslendingum gafst kostur á að sjá á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á dögunum en þar á meðal eru Red Road, Falling, eftir Barbara Albert, og The US vs. John Lennon.
Menning Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira