Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi 18. október 2006 07:15 guðrún guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Börn Guðrúnar bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en eldri börn þurfa að bíða lengur. Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira