Erlent

Með lifandi snigla í bílnum

Norskir tollverðir stöðvuðu nýlega bíl með tveimur mönnum á landamærum Noregs og Svíþjóðar. Í bílnum fundu tollverðirnir hundruð slímugra snigla í pokum sem raðað var á ís í stórum kössum. Sniglarnir voru sprelllifandi en kaldir.

Tvímenningarnir eru báðir fimmtíu ára, að sögn norska Dagbladet. Þeir sögðust eiga að afhenda sniglana ættingja sínum af víetnömskum uppruna í Ósló en talið var að sniglarnir væru ætlaðir til manneldis. Til viðbótar fannst í bílnum steindauð síld.

Mennirnir sögðu farminn ætlaðan fjölskyldu sinni en norska tollgæslan taldi hins vegar líklega að hann væri ætlaður á veitingahús. Bannað er að flytja farm af þessu tagi til Noregs, sérstaklega ef leyfi eru ekki fyrir hendi og tollur ekki greiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×