Er bæði sár og svekktur 13. október 2006 00:01 Fer ekki til Bandaríkjanna Húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova mun ekki hita upp fyrir samnefnda hljómsveit sem þýðir að Magni mun ekki taka þátt í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm. Rock Star Supernova Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm.
Rock Star Supernova Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira