Gagnslítil OECD-skýrsla 9. október 2006 18:00 Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun