Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum 6. október 2006 06:30 Kjötvörur Af matarútgjöldunum taka kjötvörurnar mest, eða um tuttugu og tvö prósent. Kjötvörurnar eru þannig langstærsti útgjaldaliðurinn í matnum. Næststærsti liðurinn eru mjólkurvörur, síðan koma drykkjarvörur og sælgæti. Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira