Stöðugleikinn felist í stöðugum óróa 5. október 2006 06:45 Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira