Gæði og samkeppni í námsgagnagerð Þorsteinn Helgason skrifar 5. október 2006 05:00 Námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla á Íslandi hefur á sér sovéskt yfirbragð við fyrstu sýn. Flestallar kennslubækur og annað námsefni kemur frá einu ríkisreknu forlagi. Nefndir hafa verið skipaðar til að segja álit á þessu fyrirkomulagi, skýrslur verið skrifaðar og tillögur lagðar fram. Enginn hefur þó árætt að breyta þessu í grundvallaratriðum af einfaldri ástæðu: Fyrirkomulagið hefur gefið góða raun. Útgáfuefnið er upp til hópa vandað og ótrúlega fjölbreytt miðað við örsmáan markað. Hver vill henda barninu með baðvatninu? Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs, skrifar Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu 17. sept. sl. Mikið rétt. Og því þarf að fara varlega í að breyta því fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun. Auðvitað væri gott að búa við meiri fjölbreytni í námsgögnum. En fjölbreytnin er ekki markmið sem ryður öllum öðrum úr vegi. Betra er að hafa eina góða kennslubók en tvær vondar. Gott námsefni er meira um vert en kórrétt hagfræðikenning. Skólarnir hafa ekki mikið svigrúm nú um stundir til að útvega sér annað námsefni en frá Námsgagnastofnun og Illugi mælir með að þetta svigrúm verði aukið. Það er ekki nema réttmætt og gott en ein af ástæðunum fyrir þessu litla svigrúmi er að lítið annað hefur staðið til boða. Forlögin og önnur fyrirtæki, sem starfa á einkamarkaði, hafa ekki sinnt námsgagnagerð fyrir grunnskóla að neinu gagni. Orsök verður afleiðing í slíkri stöðu og afleiðing orsök. Illugi kallar líka eftir meiri hvata fyrir kennara að semja eigin námsgögn og selja þau. Þetta er líka góð hugmynd og ekki nema rétt að grunnskólakennarar fái betri aðgang að fjármagni til að búa til námsefni eins og framhaldsskólakennarar hafa. Kennarar semji námsefni?Bót væri að því að fleiri aðilar en Námsgagnastofnun gætu gefið út vandað námsefni fyrir grunnskóla. Hugsanlega munu einkaforlögin með tíð og tíma koma sér upp kunnáttu til að taka þátt í slíkri starfsemi þó að ekki bóli á því enn. En er líklegt að kennarar taki sig til sjálfir og framleiði námsefni sem verði raunverulegur valkostur fyrir kennara og nemendur? Það er meiri eftirspurn en framboð á hæfum námsefnishöfundum. Ef vel á að vera þurfa þeir að hafa þrjá kosti til að bera: í fyrsta lagi kennslureynslu, helst af viðkomandi skólastigi, í öðru lagi fagþekkingu á viðfangsefninu sem fjallað er um og í þriðja lagi færni til að miðla efninu á aðlaðandi, skýran og traustan hátt. Auk þess þarf höfundurinn tíma til að sinna þessu verki af alúð og fá góð ráð og sérfræðiaðstoð. Útvega þarf myndefni, frumgert eða aðfengið, með fullum rétti og greiðslum, semja kennsluleiðbeiningar og leiða kennara og nemendur að nýja efninu. Einsamall kennari eða fræðimaður ræður ekki við þetta verkefni. Hann þarf stuðningsnet til að það takist. Hins vegar er gott að kennarar fái aðstoð til þess að þróa sitt eigið stuðningsefni til að þjóna nemendum sínum og sumt af því getur síðan gengið í gegnum frekara ferli og orðið almennt námsefni. Líklegra er að svo takist til ef fjármunum er veitt til málsins og kennaramenntunin verður lengd. Hvernig eru námsefnishöfundar?Hópurinn, sem semur námsefni fyrir Námsgagnastofnun, er býsna fjölbreyttur og þar eru kennarar virkjaðir ásamt fólki með aðra reynslu, menntun og hæfileika. Ég nefni hér þá sem kallaðir hafa verið til að semja kennslubækur, leiðbeiningar og annað efni í sögukennslu frá því að síðasta aðalnámskrá kom út 1999 vegna þess að þar þekki ég best til: - Kennslufræðingur og grunnskólakennari með langa reynslu, nú starfandi í Kennaraháskólanum (KHÍ). - Sagnfræðingur og sögukennari á unglingastigi grunnskóla til margra ára. - Sagnfræðingur og kennari með reynslu úr grunnskóla en einkum framhaldsskóla, nú í KHÍ. - Sjálfstætt starfandi sagnfræðingar með mismunandi mikla reynslu af kennslu. - Kennari með tuttugu ára reynslu af grunnskólakennslu og meistaragráðu í kennslufræðum, kennir nú við KHÍ. - Rithöfundur sem hefur samið sögulegar skáldsögur og er þekktur fyrir þekkingu sína á sögu lands og þjóðar. - Nýútskrifaðir kennarar frá KHÍ sem bjuggu til námsefni í lokaverkefnum sínum. Margt af efninu sem þessir höfundar sömdu gekk í gegnum mikið breytingaferli í meðförum Námsgagnastofnunar og sérfræðinga hennar. Vonandi tekst að auka enn fjölbreytnina og vanda til verka þegar búin eru til námsgögn handa uppvaxandi kynslóð landsins sem á ekkert nema það besta skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Námsgagnaútgáfa fyrir grunnskóla á Íslandi hefur á sér sovéskt yfirbragð við fyrstu sýn. Flestallar kennslubækur og annað námsefni kemur frá einu ríkisreknu forlagi. Nefndir hafa verið skipaðar til að segja álit á þessu fyrirkomulagi, skýrslur verið skrifaðar og tillögur lagðar fram. Enginn hefur þó árætt að breyta þessu í grundvallaratriðum af einfaldri ástæðu: Fyrirkomulagið hefur gefið góða raun. Útgáfuefnið er upp til hópa vandað og ótrúlega fjölbreytt miðað við örsmáan markað. Hver vill henda barninu með baðvatninu? Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs, skrifar Illugi Gunnarsson í Fréttablaðinu 17. sept. sl. Mikið rétt. Og því þarf að fara varlega í að breyta því fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun. Auðvitað væri gott að búa við meiri fjölbreytni í námsgögnum. En fjölbreytnin er ekki markmið sem ryður öllum öðrum úr vegi. Betra er að hafa eina góða kennslubók en tvær vondar. Gott námsefni er meira um vert en kórrétt hagfræðikenning. Skólarnir hafa ekki mikið svigrúm nú um stundir til að útvega sér annað námsefni en frá Námsgagnastofnun og Illugi mælir með að þetta svigrúm verði aukið. Það er ekki nema réttmætt og gott en ein af ástæðunum fyrir þessu litla svigrúmi er að lítið annað hefur staðið til boða. Forlögin og önnur fyrirtæki, sem starfa á einkamarkaði, hafa ekki sinnt námsgagnagerð fyrir grunnskóla að neinu gagni. Orsök verður afleiðing í slíkri stöðu og afleiðing orsök. Illugi kallar líka eftir meiri hvata fyrir kennara að semja eigin námsgögn og selja þau. Þetta er líka góð hugmynd og ekki nema rétt að grunnskólakennarar fái betri aðgang að fjármagni til að búa til námsefni eins og framhaldsskólakennarar hafa. Kennarar semji námsefni?Bót væri að því að fleiri aðilar en Námsgagnastofnun gætu gefið út vandað námsefni fyrir grunnskóla. Hugsanlega munu einkaforlögin með tíð og tíma koma sér upp kunnáttu til að taka þátt í slíkri starfsemi þó að ekki bóli á því enn. En er líklegt að kennarar taki sig til sjálfir og framleiði námsefni sem verði raunverulegur valkostur fyrir kennara og nemendur? Það er meiri eftirspurn en framboð á hæfum námsefnishöfundum. Ef vel á að vera þurfa þeir að hafa þrjá kosti til að bera: í fyrsta lagi kennslureynslu, helst af viðkomandi skólastigi, í öðru lagi fagþekkingu á viðfangsefninu sem fjallað er um og í þriðja lagi færni til að miðla efninu á aðlaðandi, skýran og traustan hátt. Auk þess þarf höfundurinn tíma til að sinna þessu verki af alúð og fá góð ráð og sérfræðiaðstoð. Útvega þarf myndefni, frumgert eða aðfengið, með fullum rétti og greiðslum, semja kennsluleiðbeiningar og leiða kennara og nemendur að nýja efninu. Einsamall kennari eða fræðimaður ræður ekki við þetta verkefni. Hann þarf stuðningsnet til að það takist. Hins vegar er gott að kennarar fái aðstoð til þess að þróa sitt eigið stuðningsefni til að þjóna nemendum sínum og sumt af því getur síðan gengið í gegnum frekara ferli og orðið almennt námsefni. Líklegra er að svo takist til ef fjármunum er veitt til málsins og kennaramenntunin verður lengd. Hvernig eru námsefnishöfundar?Hópurinn, sem semur námsefni fyrir Námsgagnastofnun, er býsna fjölbreyttur og þar eru kennarar virkjaðir ásamt fólki með aðra reynslu, menntun og hæfileika. Ég nefni hér þá sem kallaðir hafa verið til að semja kennslubækur, leiðbeiningar og annað efni í sögukennslu frá því að síðasta aðalnámskrá kom út 1999 vegna þess að þar þekki ég best til: - Kennslufræðingur og grunnskólakennari með langa reynslu, nú starfandi í Kennaraháskólanum (KHÍ). - Sagnfræðingur og sögukennari á unglingastigi grunnskóla til margra ára. - Sagnfræðingur og kennari með reynslu úr grunnskóla en einkum framhaldsskóla, nú í KHÍ. - Sjálfstætt starfandi sagnfræðingar með mismunandi mikla reynslu af kennslu. - Kennari með tuttugu ára reynslu af grunnskólakennslu og meistaragráðu í kennslufræðum, kennir nú við KHÍ. - Rithöfundur sem hefur samið sögulegar skáldsögur og er þekktur fyrir þekkingu sína á sögu lands og þjóðar. - Nýútskrifaðir kennarar frá KHÍ sem bjuggu til námsefni í lokaverkefnum sínum. Margt af efninu sem þessir höfundar sömdu gekk í gegnum mikið breytingaferli í meðförum Námsgagnastofnunar og sérfræðinga hennar. Vonandi tekst að auka enn fjölbreytnina og vanda til verka þegar búin eru til námsgögn handa uppvaxandi kynslóð landsins sem á ekkert nema það besta skilið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun