707 milljóna halli á rekstri Landspítala 4. október 2006 06:45 VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira