Skólplögnin er í vafasömu ástandi 2. október 2006 04:30 Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður með fasteignum á varnarsvæðinu, er í hópi þeirra Íslendinga sem þekkja varnarsvæðið og ástand fasteigna þar hvað best. Hann telur skólplögnina „í vafasömu ástandi“ og vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. MYND/víkurfréttir Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn. Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn.
Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45