Íslenski boltinn

Áhorfendametið slegið

Jóhann Davíð, stuðningsmaður Keflavíkur    Joey Drummer
Jóhann Davíð, stuðningsmaður Keflavíkur Joey Drummer

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni.

Þess má geta að alls mættu 5.258 áhorfendur á leikina fimm sem fram fóru í lokaumferðinni í gær. Stefnt var að því að fá yfir 100.000 manns samtals á leikina í sumar en það tókst ekki. Góðar líkur eru á því að það takist á næsta ári en liðin tvö sem koma upp, Fram og HK, eru með stóran stuðningsmannahóp í kringum sig. Þá verður ekkert stórmót landsliða það sumar og sívaxandi kynningarstarfsemi Landsbankans og KSÍ ætti að hafa áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×