Kakkalakkafaraldurshætta 23. september 2006 08:30 Pöddur í húsnæði varnarliðsins Skorkvikindi ná að grassera í fyrrum húsnæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ef ný stjórn svæðisins grípur ekki til viðeigandi ráðstafana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bænum, hefur áhyggjur af því að kakkalakkar og rottur geti til dæmis borist með skólpinu inn í bæinn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira