Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum 22. september 2006 06:00 YNGVI RAGNAR KÚLUSKÍTSHÖFÐINGI Með ferskan kúluskít úr Mývatni. MYND/JÓHANN ÍSBERG Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira