Frelsi til að þróast 21. september 2006 06:00 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu um þróunaraðstoð í Fréttablaðinu undanfarið. Í innleggi sínu þann 15. september kemur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fram sem málsvari frjálsræðis og gengur svo langt að halda því fram að frjáls viðskipti séu eina gagnlega þróunaraðstoðin. Ég er sammála ýmsu sem Hannes segir í svari sínu við formælendur. Það er ljóst að Davíð Sigurþórsson gengur fulllangt í sinni gagnrýni. Helsta vandamálið er ekki það að hann skuli horfa framhjá mýmörgum dæmum þess að þróunaraðstoð hafi skilað góðum árangri, heldur að hann skuli leyfa sér að alhæfa á þennan hátt um þróunarríki. Ummæli Davíðs eru auðveldlega hrakin, t.d. með vísun til fjölmargra Austur-Evrópu þjóða sem njóta góðs af nálægðinni og samstarfi við Vestur-Evrópu. Hannes gengur líka fulllangt í sínum fullyrðingum, sérstaklega þegar hann leggur frjáls viðskipti að jöfnu við hnattvæðingu. Um þessar mundir ræður frjálsa markaðshugsunin ríkjum í hnattvædda markaðskerfinu. En eins og hnattvæðingarfræðingurinn Jan Aart Scholte hefur bent á er ekki óhugsanlegt að annað markaðskerfi komi í stað frjálshyggjunnar þótt það marki ekki endilega lok hnattvæðingar. Sífellt er að koma í ljós að ýmsir þættir í frjálsa markaðskerfinu falla mjög illa að hnattvæðingu. Núgildandi einkaleyfiskerfi hefur t.d. ekki komið í veg fyrir að falsanir og eftirlíkingar flæði um allan heim. Það hefur einnig gert aðilum kleift að fá einkaleyfi út á menningararfleifð fátækra þjóða, eins og sum lyfjafyrirtæki hafa verið sökuð um. Samt ræður frjálsa markaðskerfið ríkjum um þessar mundir. Þær þjóðir sem vilja hafa aðgang að hnattvædda samfélaginu þurfa að tileinka sér gildi þess. En frjálshyggjan leysir ekki öll vandamál. Eins og flestir muna gengu Bandaríkjamenn og fleiri úr UNESCO á sínum tíma vegna MacBride-skýrslunnar. Höfundar þeirrar skýrslu vildu að aðgangur að samskiptatækni yrði mannréttindamál. Bandaríkjamenn og þeirra vinir vildu ekki samþykkja þetta og kusu að fara eigin leið sem var að treysta á frjáls markaðsöfl til að dreifa samskiptatækni jafnt um heiminn. Markaðsöflin fengu að ráða og 26 árum síðar er Afríkuálfa enn með dýrustu og slökustu nettengingar í heimi. Frjálsu markaðsöflin sjá litla ástæðu til að huga að nettengingum við álfuna og þurfa Afríkubúar sjálfir að bera allan kostnað vegna netnotkunnar þannig að þeir borga brúsann hvort sem verið er að senda tölvupóst til eða frá Afríku. Þróunarlönd hafa mismunandi þarfir og aðstoð þarf að miðast við aðstæður. Alhæfingar um þróunarlönd og aðferðir til að veita þeim aðstoð eru gjörsamlega gagnslausar. Helsta lausn á vandamálum þróunarlanda felst í menntun, ekki bara í þróunarlöndum heldur líka þeim þróuðu Þróunaraðstoð sem felur ekki í sér menntaþátt sem miðar að því að auka gagnkvæman skilning milli þróunar- og þróaðra landa og að styrkja alla til þátttöku í hnattvæddu samfélagi, er ekki í samræmi við kröfur nútímans. Aukin menntun og gagnkvæmur skilningur veitir mönnum frelsi og svigrúm til að þróast.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun