Sjónmengun af völdum háspennulína 20. september 2006 07:45 háspennulínur Möstur sem reist voru í sumar við bæinn Eyrarteig í Skriðdal í Fljótsdalshéraði. mynd/sigurður arnarsson Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Landsnet undirbýr nú framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð, og frá Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi, að Geithálsi í Reykjavík og Straumsvík í Hafnarfirði. Mat á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda er að hefjast og gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir við drög að matsáætlun fram til 29. september. Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn Náttúruvaktarinnar, segir óforsvaranlegt að hafa háspennulínur ofanjarðar svo nálægt þéttbýli. "Landsneti ber skylda til að bera saman kosti þess að leggja háspennulínur í jörð eða ofanjarðar." Ásta telur skammtíma gróðahyggju of ráðandi og að þegar litið sé til lengri tíma sé alls óvíst að ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar með tilheyrandi viðhaldskostnaði. Í drögum að matsáætlun Landsnets, sem kynnt voru á sunnudag, segir að kostnaður við jarðstrengi á lægstu spennu sé sambærilegur við loftlínu en hækki hratt með aukinni spennu, einkum þegar komið er upp fyrir 132 kílóvatta spennu. Af þeim sökum sé ekki reiknað með jarðlínu sem valkosti nema aðstæður verði með þeim hætti að ekki sé um aðra lausn að ræða. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Landsnet undirbýr nú framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð, og frá Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi, að Geithálsi í Reykjavík og Straumsvík í Hafnarfirði. Mat á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda er að hefjast og gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir við drög að matsáætlun fram til 29. september. Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn Náttúruvaktarinnar, segir óforsvaranlegt að hafa háspennulínur ofanjarðar svo nálægt þéttbýli. "Landsneti ber skylda til að bera saman kosti þess að leggja háspennulínur í jörð eða ofanjarðar." Ásta telur skammtíma gróðahyggju of ráðandi og að þegar litið sé til lengri tíma sé alls óvíst að ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar með tilheyrandi viðhaldskostnaði. Í drögum að matsáætlun Landsnets, sem kynnt voru á sunnudag, segir að kostnaður við jarðstrengi á lægstu spennu sé sambærilegur við loftlínu en hækki hratt með aukinni spennu, einkum þegar komið er upp fyrir 132 kílóvatta spennu. Af þeim sökum sé ekki reiknað með jarðlínu sem valkosti nema aðstæður verði með þeim hætti að ekki sé um aðra lausn að ræða.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira