Erlent

Helmingur ráðherra konur

Umboðið afhent Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra, og Björn von Sydow, forseti sænska þingsins.
Umboðið afhent Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra, og Björn von Sydow, forseti sænska þingsins. MYND/AP

Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Hægriflokksins, fékk í gær formlega í hendur umboð til stjórnarmyndunar. Lýsti hann því yfir að hann myndi mynda samsteypustjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, sem gengu til kosninga með sameiginlega stefnuskrá og yfirlýstan vilja til stjórnarsamstarfs.

Ráðherralisti nýrrar stjórnar á að liggja fyrir er þingið kemur saman 3. október. Maud Olofsson, formaður Miðflokksins sem með tíu prósenta fylgi er næststærsti flokkurinn í borgaralega bandalaginu, sagðist ætlast til að helmingur ráðherranna yrði konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×