Erlent

Bræður í hnattrænni baráttu

Forsetarnir tveir Ahmadinejad og Chávez eru umdeildir, en segjast hjálpast að í baráttunni.
Forsetarnir tveir Ahmadinejad og Chávez eru umdeildir, en segjast hjálpast að í baráttunni.

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, heimsótti Venesúela í fyrsta skipti í gær til að styrkja samband sitt við Hugo Chávez, forseta landsins. Leiðtogarnir hafa sameinast í andstöðu við bandarísk stjórnvöld.

Chávez sagði að stjórnvöld hjálpuðu til við innlenda skotfæra-, bíla- og plastframleiðslu og kallaði ríkin tvö „djarfar þjóðir sem hjálpast að“.

Ahmadinejad kallaði Chávez bróður sinn í hnattrænni baráttu, en Chávez hyggst styðja kjarnorkuframleiðslu Íransstjórnar, komist Venesúela í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×