Magna fagnað í Smáralind 18. september 2006 05:30 í faðmi fjölskyldunnar. Magni var ánægður með að vera komin heim í faðm Eyrúnar eiginkonu sinnar og Marínós sonar síns. „Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum. Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum.
Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira