Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna 18. september 2006 06:30 Þjóðskjalasafn Íslands. Kjartan Ólafsson hefur kært Þjóðskjalasafn Íslands fyrir að veita sér ekki aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949 til 1968. MYND/GVA Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira