Kæri Jón 18. september 2006 05:00 Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar