Erlent

Hræðsla við íslamska trú

Mohammad Khatami 
fyrrverandi íransforseti
Khatami er í heimsókn í Bandaríkjunum en svo háttsettur fulltrúi Írana hefur ekki heimsótt Bandaríkin í aldarfjórðung.
Mohammad Khatami fyrrverandi íransforseti Khatami er í heimsókn í Bandaríkjunum en svo háttsettur fulltrúi Írana hefur ekki heimsótt Bandaríkin í aldarfjórðung.

Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar.

Khatami hélt ræðu á ráðstefnu samtaka sem vinna að bættum samskiptum milli Bandaríkjanna og íslamskra ríkja þar sem hann sagði afleiðingu árásanna vera ofsahræðslu við íslamska siði, menningu og trú. Hvatti hann bandaríska múslima til að sýna löndum sínum fram á hið sanna um trú sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×