Erlent

Þrjátíu fórust í sprengjuárás

Eyðilegging. Tvær sprengjur sprungu að loknu bænahaldi í mosku.
Eyðilegging. Tvær sprengjur sprungu að loknu bænahaldi í mosku.

Tvær sprengjur sprungu á fjölfarinni götu í bænum Malegaon á vestanverðu Indlandi í fyrrakvöld. Rúmlega þrjátíu manns fórust og hundrað særðust.

Sprengjurnar voru festar við reiðhjól og sprungu skammt frá mosku að loknu bænahaldi.

Embættismenn sögðu sprengingarnar vera hryðjuverk sem ætlað væri að espa fólk til frekara ofbeldis. Átök milli múslima og hindúa hafa löngum sett sterkan svip á borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×