Þróunarfræði og frjálshyggja 10. september 2006 05:00 Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun