Erlent

Tyrkir fái ekki aðild að ESB

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sem gæti orðið forseti Frakklands innan skamms, kynnti í gær hugmyndir sínar um róttækar breytingar á Evrópusambandinu.

Hann tók jafnframt fram að hann teldi alls ekki rétt að Tyrkland fengi inngöngu í sambandið. Við verðum að ákveða hverjir eru Evrópubúar og hverjir ekki, sagði hann í ræðu í Brussel í gær.

Hann vill að samþykkt verði þriggja ára áætlun um smáan sáttmála sem kæmi í staðinn fyrir fyrirhugaða stjórnarskrá, sem felld var í kosningum bæði í Frakklandi og Hollandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×