Þrýstingur eykst á Leijonborg 7. september 2006 07:30 Fredrik Reinfeldt Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu. Erlent Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu.
Erlent Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira