Erlent

Kemur fram í sjónvarpsviðtali

Natascha Kampusch
Natascha Kampusch

Natascha Kampusch, átján ára austurrísk stúlka sem fyrir skemmstu slapp úr klóm mannræningja, sem hafði haft hana í prísund sinni í átta ár, hefur ákveðið að koma fram í sjónvarpsviðtali. Það verður sýnt annað kvöld í austurríska ríkissjónvarpinu.

Mál hennar hefur vakið mikla athygli í Austurríki og víðar um heim, en til þessa hafa einungis birst myndir af henni sem teknar voru áður en henni var rænt fyrir átta árum, þegar hún var tíu ára. Andlit hennar verður þó hulið í sjónvarpsviðtalinu.

Almenningur í Austurríki hefur beðið eftir því að hún tjái sig sjálf um árin, sem hún dvaldi í prísundinni. Fljótlega eftir að hún slapp út bað hún fjölmiðla að sýna sér biðlund, hún myndi tjá sig þegar hún teldi sig tilbúna til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×