Erlent

Morð á konum verði rannsökuð

Allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar, fyrir utan Umhverfisflokkinn, styðja hugmynd Vinstriflokksins um að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar sem rannsaki sérstaklega morð á konum og leggi fram tillögur sem dregið gætu úr tíðni þeirra.

Vinstriflokkurinn leggur jafnframt til að hafin verði herferð gegn ofbeldi karla á konum og börnum. Talskona femínista, Gudrun Schyman, segir hins vegar flokkana reyna að vinna sér atkvæði með tillögunni, en kosningar fara fram innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×