Erlent

Vinnuveitendur skoði tölvupóst

Yfir helmingur Finna myndi gefa vinnuveitanda sínum leyfi til að fylgjast með tölvupóstsumferð sinni ef grunsemdir vakna um að leynilegar, vinnutengdar upplýsingar eru sendar út af vinnustaðnum.

Vefútgáfa finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat hefur látið gera könnun á þessu og segir að vinnuveitendur fengju að fylgjast með því við hvern launamaðurinn eigi tölvupóstssamskipti og hvenær. Vinnuveitandinn fengi hinsvegar ekki að lesa póstinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×