Erlent

Skopteikningar voru kveikjan

Sprengju komið fyrir Öryggismyndavélar náðu myndum af mönnunum þegar þeir komu sprengjum fyrir í þýskum lestum í júlí.
Sprengju komið fyrir Öryggismyndavélar náðu myndum af mönnunum þegar þeir komu sprengjum fyrir í þýskum lestum í júlí. MYND/AP

Skopteikningarnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru fyrst í Jótlandspóstinum danska í september í fyrra, voru ein helsta kveikjan að tilraun til hryðjuverka í Þýskalandi, þegar nokkrir menn reyndu að sprengja tvær lestir í loft upp í júlí.

Þetta kom fram í viðtali við yfirmann rannsóknar málsins, Joerg Ziercke, í þýska tímaritinu Focus um helgina.

Fimm ungir Líbanar og einn Sýrlendingur hafa verið handteknir og ákærðir í Líbanon í tengslum við málið. Talið er að mennirnir hafi leitað sér upplýsinga um sprengjugerðina á netinu. Sprengjurnar voru þó ekki rétt saman settar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×