Baráttan innan Samfylkingar Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. september 2006 05:15 Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar