Erlent

Finni vann með 89 metra kasti

Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki.

Finnska stúlkan Eija Laakso bætti kvennaheimsmetið er hún slengdi farsíma 50,83 metra vegalengd, sjö metrum lengra en næstlengsta kastið í kvennaflokki.

Keppendur komu hvaðanæva úr heiminum til að etja kappi í þessari ungu íþrótt. Sigurkast Eteläahos var tveimur metrum lengra en það næstlengsta, að því er fram kemur á fréttavef danska blaðsins Politiken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×