Erlent

Horfur á friði í Úganda

Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×