Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran 27. ágúst 2006 07:45 Mahmoud Ahmadinejad vígir verksmiðjuna Íransforseti sést hér vígja þungavatnsverksmiðjuna í miðhluta Írans. Hann segir kjarnorkuáætlun þjóðarinnar ekki ógna öðrum ríkjum, en Ísraelar og bandamenn þeirra taka ekki í sama streng. MYND/AP Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009. Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009.
Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira