Erlent

Hjálmhvelfing hrundi í eldi

í ljósum logum Hvelfing dómkirkjunnar hrundi í brunanum
í ljósum logum Hvelfing dómkirkjunnar hrundi í brunanum MYND/AP

 Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálmhvelfing kirkjunnar hrundi í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum.

Slökkviliðsmenn reyndu hvað þeir gátu til að forða hinum hvelfingunum frá eldinum og og mun þeim hafa tekist að bjarga þónokkrum af íkonum kirkjunnar.

Engin slys urðu á mönnum og eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×