Erlent

Margir hafa misst heimili sín

Í flóttamannabúðum Kona gengur um með dýnuna sína undir hendinni í þessum flóttamannabúðum fyrir múslima nálægt Kólombó.
Í flóttamannabúðum Kona gengur um með dýnuna sína undir hendinni í þessum flóttamannabúðum fyrir múslima nálægt Kólombó. MYND/AP

Rúmlega 200.000 manns frá norður- og austurhluta Srí Lanka hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka Tamílatígra og stjórnarhersins. Þetta er haft eftir stjórnanda ­Matvæla­áætlunar Sameinuðu þjóðanna, Jeff Taft-Dick, en hann óttast að fjöldi flóttamannanna tvöfaldist fyrir árslok.

Mörg svæði tamíla eru óaðgengileg vegna hindrana stjórnarhersins og því erfitt að meta fyllilega ástand mála. Taft-Dick nefndi Vanni-hérað sem dæmi, en þar eru 350.000 manns án samgangs við umheiminn. Þangað komast engar matvælasendingar.

Flugvélar stjórnarhers Srí Lanka gerðu loftárás á bækistöð Tamílatígra í gær, stuttu áður en nýr yfirmaður norrænu eftirlitsveitanna, Lars Johan Solvberg, fór þangað til viðræðna við leiðtoga uppreisnarmanna. Bækistöðin er í stríðshrjáðum norðurhluta landsins, en þangað fór ferja í gær til að sækja hundruð erlendra ríkisborgara og flytja þá til höfuðborgarinnar, Kólombó.

Til átaka kom einnig í austurhluta landsins þegar Tamílatígrar skutu að lögreglumönnum. Fimm Tígrar létust og einn lögreglumaður særðist, að sögn stjórnarhersins. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×