Erlent

Flóttamenn í haldi í Taílandi

Börn á flótta Þessi börn voru meðal 175 flóttamanna sem taílenska lögreglan handtók á þriðjudag.
Börn á flótta Þessi börn voru meðal 175 flóttamanna sem taílenska lögreglan handtók á þriðjudag. MYND/AP

Taílenska lögreglan handtók á þriðjudag 175 norðurkóreska flóttamenn sem komið höfðu ólöglega til Taílands. Fólkinu verður þó ekki gert að snúa aftur heim, en enn er óljóst hvort það fái að vera áfram í Taílandi.

Nágranni tilkynnti lögreglu um flóttafólkið, 37 karlmenn, 128 konur og tíu börn sem voru í felum í húsi í úthverfi höfuðborgarinnar Bangkok.

Fólkið hefur verið ákært fyrir að koma ólöglega inn í landið.

Fremur algengt er að Norður-Kóreumenn sem flýja land fari til Taílands og annarra landa í Suðaustur-Asíu, en þetta er stærsti hópur flóttamanna sem handtekinn hefur verið í Taílandi. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×