Erlent

Ítrekar forystutilkall Frakka

Heitir fleiri hermönnum Chirac flytur sjónvarpsávarp sitt í gær.
Heitir fleiri hermönnum Chirac flytur sjónvarpsávarp sitt í gær. MYND/AP

Frakkar munu senda alls 2.000 hermenn til að taka þátt í alþjóðlega friðargæsluliðinu í Suður-Líbanon, að þeim 400 meðtöldum sem þegar eru þar. Þetta tilkynnti Jaques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpsávarpi í gær.

Chirac sagði að Frakkar væntu þess að þeir héldu forystuhlutverkinu fyrir liðinu, en því gegna þeir í UNIFIL-liði SÞ sem þegar er á vettvangi. Chirac sagði að SÞ hefðu gefið Frökkum þær tryggingar sem þeir hefðu sóst eftir, áður en þeir skuldbindu sig til að senda meira lið til Líbanons.

Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands sem nú gegnir formennskunni í Evrópusambandinu, sagðist í gær vilja sjá fyrsta liðsaukann mæta á vettvang ekki síðar en í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×