Vort líf, vort líf! Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 24. ágúst 2006 13:20 Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar