Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin 24. ágúst 2006 07:45 Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat. Innlent Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat.
Innlent Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira