Erlent

Ítök Írana sögð fara vaxandi

Íranar hafa meiri áhrif í Írak en Bandaríkjamenn og ráðamenn í Teheran hafa fest sig í sessi sem aðalkeppinautar bandarískra stjórnvalda um ítök í Miðausturlöndum. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu virtrar rannsóknarstofnunar í Lundúnum, Chatham House.

Í skýrslunni er því lýst hvernig áhrif og ítök Írana hafa farið vaxandi í Miðausturlöndum og Afganistan. Þessi þróun er helst rakin til árangursríkrar utanríkisstefnu og til brotthvarfs tveggja helstu keppinauta Írana um völd og áhrif í heimshlutanum, stjórnar Saddams Hussein í Írak og talibana í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×