Erlent

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir átta mönnum sem grunaðir eru um aðild að samsæri um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það var framlengt um sólarhring yfir tveimur öðrum og einum var sleppt án ákæru.

Dómari hlustaði bak við luktar dyr á rök rannsóknarlögreglumanna fyrir framlengingu varðhaldsins, þótt mennirnir hafi enn sem komið er ekki verið ákærðir. Úrskurður dómarans byggði á ákvæðum nýrra hryðjuverkavarnalaga um að heimilt sé að halda mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í allt að 28 daga án ákæru.

Áður hafði gæsluvarðhald verið framlengt yfir öðrum ellefu sakborningum. Enn eru því alls 21 í haldi í Bretlandi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×