Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd 23. ágúst 2006 07:45 Sabine Leskopf Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MYND/Heiða Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst.
Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira