Erlent

Versta útkoma í nítján ár

Tony Blair
Tony Blair

 Nýleg skoðanakönnun breska blaðsins Guardian og IMC hefur leitt í ljós að 72 prósent Breta telja að utanríkisstefna Tonys Blair hafi aukið hættuna á hryðjuverkaárás á Bretland. Einungis eitt prósent aðspurðra er á öndverðri skoðun og telur landið öruggara.

Þriðjungur kjósenda lýsti yfir stuðningi við Verkamannaflokkinn en fjörutíu af hundraði telja Íhaldsflokkinn æskilegri til að stjórna landinu. 22 prósent styðja Frjálslynda demókrata. Fylgi Verkamannaflokksins hefur ekki mælst minna í nítján ár í skoðanakönnun Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×